fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk fyrirtæki undirbúa sig nú mörg hver af kappi fyrir útgöngu Breta úr ESB, hvenær sem af henni verður. Einn stærsti birgi landsins af salernispappír og eldhúspappír er undir það búinn að ekki náist samningur um útgönguna og því verði um svokallaða „harða útgöngu“ að ræða.

Samkvæmt frétt The Guardian hefur fyrirtækið Wepa sankað að sér miklu magni af salernis- og eldhúspappír á undanförnum mánuðum til að geta séð Bretum fyrir þessum nauðsynjum. Nú er fyrirtækið með um 600 tonn af slíkum pappír á lager en það eru um 3,5 milljónir rúlla.

Haft er eftir Mike Docker, forstjóra Wepa í Bretlandi, að fyrirtækið sé undir það búið að miklar tafir verði á tollafgreiðslu til landsins í kjölfar Brexit og því hafi það sankað að sér miklum birgðum.

Fyrirtækið hefur einnig ákveðið að leigja skip til að flytja klósettpappír og eldhúspappír beint frá Napólí á Ítalíu til Swansea í Wales í stað þess að treysta á flutningabíla sem flytja varning á milli Calais og Dover.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“