fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk fyrirtæki undirbúa sig nú mörg hver af kappi fyrir útgöngu Breta úr ESB, hvenær sem af henni verður. Einn stærsti birgi landsins af salernispappír og eldhúspappír er undir það búinn að ekki náist samningur um útgönguna og því verði um svokallaða „harða útgöngu“ að ræða.

Samkvæmt frétt The Guardian hefur fyrirtækið Wepa sankað að sér miklu magni af salernis- og eldhúspappír á undanförnum mánuðum til að geta séð Bretum fyrir þessum nauðsynjum. Nú er fyrirtækið með um 600 tonn af slíkum pappír á lager en það eru um 3,5 milljónir rúlla.

Haft er eftir Mike Docker, forstjóra Wepa í Bretlandi, að fyrirtækið sé undir það búið að miklar tafir verði á tollafgreiðslu til landsins í kjölfar Brexit og því hafi það sankað að sér miklum birgðum.

Fyrirtækið hefur einnig ákveðið að leigja skip til að flytja klósettpappír og eldhúspappír beint frá Napólí á Ítalíu til Swansea í Wales í stað þess að treysta á flutningabíla sem flytja varning á milli Calais og Dover.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu