fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Íslamska ríkið hyggur á hryðjuverk í Evrópu – Mannrán og sjálfsvígsárásir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 19:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur sigur unnist á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið í Sýrlandi og síðasta landsvæðið, sem samtökin höfðu á valdi sínu, hefur verið frelsað. En það þýðir ekki að samtökin séu liðin undir lok.

Samtökin eru nú að skipuleggja mannrán og sjálfsvígsárásir í Evrópu í kjölfar ósigursins í Sýrlandi. Í umfjöllun The Sunday Times um málið kemur fram samtökin séu nú að koma upp svokölluðum „krókódíla-sellum“ í Sýrlandi og á Vesturlöndum til að „drepa óvini guðs“. Sellur sem þessar eru „sofandi-hryðjuverkamenn“ sem bíða aðeins eftir að vera „vaktir“ og látnir fremja hryðjuverk.

Miðað við bréf, sem samtökin hafa sent frá sér, þá er markmiðið nú að fá eins marga sjálfsvígssprengjumenn og hægt er og safna miklu magni vopna. The Sunday Times segir að áætlanir um þetta hafi fundist á hörðum diski sem liðsmenn Íslamska ríkisins skyldu eftir á vígvellinum í Sýrlandi.

Fram kemur á harða diskinum að samtökin eigi bandamenn sem vilja stuðla að tilurð kalífadæmis og séu reiðubúnir til hryðjuverkaárása í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu