fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Komst að hræðilegu leyndarmáli nágranna síns – Það endaði með morði

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 25. mars 2019 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Wales hefur dæmt 23 ára karlmann, Ieuan Harley, í 24 ára fangelsi að minnsta kosti fyrir skelfilegt morð á 54 ára karlmanni, David Gaut. David þessi var tiltölulega ný fluttur í hús við götu eina í bænum New Tradegar þegar hann var myrtur á síðasta ári.

Um er að ræða fimm þúsund manna bæ norður af Cardiff.

Það sem fáir í bænum vissu – ef einhver – var að David þessi átti sér skelfilegt leyndarmál. Árið 1985 varð hann sautján mánaða dreng, Chi Ming Shek, að bana en Shek litli var sonur þáverandi kærustu hans. Hrikalegar barsmíðar urðu litla drengnum að bana og fór svo að Gaut var dæmdur í 33 ára fangelsi. Að afplánun lokinni settist Gaut að í umræddum bæ.

Hafi David haldið að hann gæti lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir væri skjátlaðist honum hrapallega. Nágrannar hans komust að skuggalegri fortíð hans og voru þeir, eðli málsins samkvæmt, ekki sáttir við að fá dæmdan barnsmorðingja í hverfið.

Saksóknarar sögðu fyrir dómi að Harley, auk tveggja annarra nágranna, hefðu í sameiningu staðið á bak við morðið. Nágrannarnir, fyrrnefndur Harley auk þeirra David Osborne, 41 árs, og Darren Evesham, 47 ára, voru sagðir hafa lokkað David Gaut að heimili Osborne. Þar hafi þeir ráðist að honum með hnífi og veittu honum banvæna áverka. Morðið var framið á tímabilinu 1. til 4. ágúst síðastliðinn. Árásin á Gaut var ofsafengin en alls fundust 176 stungusár á líkinu.

Þeir Osborne og Evesham voru sýknaðir af ákæru um morð en sakfelldir fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Aðstoðuðu þeir Harley við að þrífa upp blóð eftir morðið og færa líkið. Osborne var dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi en Evesham í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Harley var því höfuðpaurinn í málinu og er hann sagður hafa viljað „hefna“ fyrir árásina sem varð litla drengnum að bana árið 1985. 77 ára gömul móðir David Gaut var viðstödd dómsuppkvaðninguna og tjáði hún sig áður en dómur var kveðinn upp.

„Sonur minn var kannski skrímsli í augum margra en hann var sonur minn og ég elskaði hann. Þessi maður er engu betri en hann, hann er morðingi líka,“ sagði hún og átti við morðingja sonar síns, Ieuan Harley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu