fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Pantaði eitt sjónvarp en fékk tvö – Nú er hann í vondum málum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 25. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú pantaðir þér sjónvarp í gegnum vefverslun Amazon en fengir óvart afhent tvö tæki fyrir mistök? Einhverjir myndu eflaust hafa samband við fyrirtækið og tilkynna mistökin, nú eða skella aukasjónvarpinu bara upp á vegg.

Nicholas Memmo valdi síðari kostinn þegar hann lenti í einmitt nákvæmlega þessum aðstæðum. Hann keypti eitt sjónvarp en rak upp nokkuð stór augu þegar sendillinn afhenti honum tvö tæki þegar hann skutlaði kaupunum til hans.

Memmo, sem er búsettur í Boston í Bandaríkjunum, borgaði fyrir 74 tommu sjónvarp. Hann fékk það afhent en einnig enn stærra 86 tommu tæki. Svo fór að Memmo skellti báðum tækjunum upp á vegg en ekki leið á löngu þar til lögreglan bankaði upp á heima hjá honum.

Memmo sagði við lögregluna að það væri ekki á hans ábyrgð að hann hafi fengið tvö tæki afhent. Hann neitaði að afhenda lögreglunni tækið og þar við sat – að sinni að minnsta kosti. Lögregla mætti þó aftur með húsleitarheimild og lagði hald á stærra sjónvarpstækið.

„Ég hef flett í gegnum öll lög og ég get ekki séð annað en að þetta sé eins og að vinna í lottóinu. Stundum er maður heppinn og stundum ekki,“ segir Memmo sem lítur svo á að hann sé réttmætur eigandi sjónvarpsins.

Því var lögregla ekki sammála. Auk þess að vera einu sjónvarpi fátækari hefur Memmo nú verið kærður fyrir þjófnað og fyrir að reyna að blekkja lögreglumann. Ef allt fer á versta veg gæti Memmo þurft að fara í grjótið en líklega er þó að hann fái myndarlega sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu