fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

4 ára drengur var að deyja af völdum krabbameins – Þá opnaði hann augun og hvíslaði fjögur orð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 07:02

Nolan. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrstu héldu allir að hér væri bara á ferð hefðbundið kvef með tilheyrandi stífluðum nösum og þess háttar, meinlaus sýking. En ástandið versnaði bara og á endanum fengu foreldrarnir, Ruth og Jonathan Scully frá Maryland í Bandaríkjunum, fréttirnar sem engir foreldrar vilja fá.

Þá þriggja ára sonur þeirra, Nolan, var greindur með sjaldgæfa tegund krabbameins. Í 18 langa mánuði barðist hann við sjúkdóminn. Hann var sterkur, hugrakkur og alltaf jákvæður en allt kom fyrir ekki. Að lokum sigraði krabbameinið og litli drengurinn lést í örmum móður sinnar.

Eftir andlát hans skrifaði móðir hans um málið á Facebook en ekki um langa baráttu hans heldur síðustu daga hans þegar læknar höfðu sagt foreldrum hans að þeir gætu ekki lengur gert neitt fyrir Nolan nema reynt að láta honum líða eins vel og hægt væri það sem hann ætti eftir ólifað.

„Ég sat við hlið hans, hallaði höfði mínu að höfði hans og ræddi við hann:

Ég: Elskan, það er vont að anda er það ekki?

Nolan: Hmmm …. Jú.

Ég: Þér líður mjög illa, er það ekki elskan?

Nolan: (horfði niður) Jú.

Ég: Elskan mín, það er ekkert hægt að nota þetta krabbamein. Þú þarft ekki að berjast lengur.

Nolan: (mjög hamingjusamur að sjá) ÞARF ÉG ÞESS EKKI??!! En ég geri það fyrir þig mamma!!

Ég: Nei, elskan!! Er það, það sem þú hefur gert?? Barist fyrir mömmu??

Nolan: Öh, já!!

Ég: Nolan Ray, hvert er hlutverk mömmu?

Nolan: að GÆTA mín! (skælbrosandi)

Ég: Ástin mín …. Hér get ég ekki gert það lengur. Eini staðurinn þar sem ég get gætt þín núa er á himninum. (hjarta mitt brotnaði í þúsund mola).

Nolan: Þá fer ég bara upp í himininn og leik mér þangað til þú kemur! Þú kemur, er það ekki?

Ég: Auðvitað! Þú losnar ekki svona auðveldlega við mömmu!!

Nolan: Takk mamma!!! Ég fer þangað upp og leik við Hunter, Brylee og Henry!!“

Nolan í fangi mömmu sinnar. Mynd:Facebook

Næstu daga svaf Nolan að mestu. Fjölskyldan ákvað að fara með hann heim í eina nótt til að hann fengi eina nótt í viðbót heima. Þegar þau voru að taka föggur sínar saman tók Nolan í hönd móður sinnar og sagði að það væri í lagi að vera á sjúkrahúsinu.

„Fjögurra ára sonur minn vildi gera þetta auðveldara fyrir mig.“

Skrifaði Ruth á Facebook.

Nolan. Mynd:Facebook

„Um klukkan 9 um kvöldið settumst við upp í rúm og horfðum á sjónvarpið og ég spurði Nolan hvort ég mætti skjótast í sturtu. Þetta gerði ég af því að ég neyddist þá til að fara frá honum en ég var vön að vera alltaf hjá honum og snerta hann. Hann svaraði: „Hmmm, ókei mamma. Passaðu að Chris frændi komi hingað inn og sitji hjá mér. Ég sný mér síðan þannig að ég geti séð þig.“

Ég stóð við baðherbergisdyrnar, sneri að honum og sagði: „Haltu áfram að horfa svona elskan, ég kem aftur eftir tvær sekúndur.“ Hann brosti til mín. Ég lokaði baðherbergisdyrunum. Þau sögðu að um leið og ég læsti baðherbergisdyrunum hafi hann lokað augunum og fallið í djúpan svefn. Það var upphafið á endanum á lífinu. Þegar ég opnaði dyrnar stóð allt hjúkrunarfólkið hans við rúmið og sneri sér tártvott í átt að mér. Þau sögðu: „Ruth, hann sefur djúpt. Hann finnur ekki fyrir neinu.“ Andardráttur hans var mjög erfiður, hægra lungað hafði fallið saman og hann fékk lítið súrefni. Ég flýtti mér til hans og lagðist í rúmið hjá honum og lagði höndina á hægri hlið andlits hans. Þá gerðist kraftaverk sem ég mun aldrei gleyma …

Engillinn minn dró andann djúpt, opnaði augun, brosti til mín og sagði: „Ég elska þig mamma.“

Hann sneri andlitinu að mér og klukkan 23.54 lést Rollin Nolan Scully friðsælum dauða á meðan ég söng „You Are My Sunshine“ fyrir hann.“

Nolan og mamma hans. Mynd:Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu