fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Stóra kattahvarfsmálið leyst – Var þreyttur á kattaskít

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur fjöldi katta horfið á dularfullan hátt á ákveðnu svæði í Rønne á Borgundarhólmi í Danmörku. En nú hefur lögreglunni loksins tekist að leysa málið. Góðu fréttirnar eru að sumir kattanna eru hugsanlega á lífi en slæmu fréttirnar eru að aðrir eru hugsanlega dauðir og að erfitt getur orðið fyrir eigendur lifandi katta að fá þá aftur.

Samkvæmt frétt TV2 Bornholm þá er það íbúi á svæðinu sem ber ábyrgð á hvarfi kattanna. Hann var svo þreyttur á sífelldum heimsóknum þeirra í garðinn hans, þar sem þeir gerðu þarfir sínar, að hann byrjaði að fanga þá.

Flest bendir til að hann hafi síðan sleppt þeim lausum í skógi utan við bæinn. Af þeim sökum eru líkur á að sumir kattanna séu á lífi en það gæti reynst eigendunum erfitt að finna þá aftur í skóginum og sannfæra þá um að koma með heim, svona ef köttunum fellur lífið vel í skóginum.

Kattaþjófurinn á kæru yfir höfði sér og sekt ef hann verður fundinn sekur um kattaránin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi