fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

6 ára dreng var rænt fyrir átta árum – Fannst hugsanlega í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 05:59

Timmothy Pitzen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2011 ók Amy Fry-Pitzen til leikskóla sonar síns í Aurora í Illinois í Bandaríkjunum tl að sækja soninn, Timmothy Pitzen, 6 ára. Hún fór síðan með hann í þriggja daga ferð sem endaði með sjálfsvígi Amy á módeli í Rockford. Timmothy var þá horfinn og ekkert hefur spurst til hans síðan.

Í gær fannst piltur illa á sig kominn á gangi í Newport í Kentucky í um 800 km fjarlægð frá staðnum þar sem síðast er vitað um Timmothy. Vegfarendur tilkynntu lögreglunni um piltinn. Hann sagði lögreglumönnum að hann heiti Timmothy Pitzen og hafi verið rænt af tveimur mönnum fyrir átta árum.

Amy og Timmothy

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla eru lögreglumenn frá Illinois nú á leið til Cincinnati í Ohio, sem er nærri þeim stað þar sem pilturinn fannst, til að hitta hann. Talsmenn lögreglunnar hafa farið sér hægt í yfirlýsingum vegna málsins og segjast ekki hafa hugmynd um málavexti eða hvort hér er um gabb að ræða eða ekki. Mörg þúsund ábendingar hafi borist um Timmothy í gegnum árin og því sé full ástæða til að fara að öllu með gát.

Pilturinn sagði lögreglumönnum í Kentucky að honum hefði síðast verið haldið föngnum á „Red Roof Inn“ af tveimur mönnum. Það eru mörg módel með því nafni á þessu svæði og ekki er enn ljóst við hvert þeirra hann á. Lögreglumenn eru nú að rannsaka öll módel með þessu nafni á svæðinu.

Svona gæti Timmothy hafa litið út 13. Mynd/teikning: Lögreglan í Aurora

Pilturinn segir að mennirnir tveir hafi ekið á Ford SUV með skráningarnúmerum frá Wisconsin.

Pilturinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og rannsókna. Lífsýni var tekið úr honum til DNA-rannsóknar og segir lögreglan að niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir eftir um sólarhring.

Alríkislögreglan FBI sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hún væri að vinna að rannsókn málsins ásamt lögregluliðunum í Aurora, Cincinnati og Newport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig