fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Nýfundin pláneta veitir innsýn í ömurleg örlög jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 21:30

Teikning af hvíta dvergnum sem um ræðir. Mynd: University of Warwick/Mark Garlic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýfundin pláneta getur veitt okkur innsýn í þau ömurlegu örlög sem bíða jarðarinnar eftir nokkra milljarða ára. Plánetan fannst þegar vísindamenn greindu ýmsar bylgjulengdir ljóss sem kom frá gashring sem umlykur svokallaðan „hvítan dverg“ en það er útbrunnin stjarna.

National Geographic skýrir frá þessu.

Fram kemur að með þessari aðferð hafi vísindamönnunum tekist að greina smávegis litabreytingu á gashringnum þegar hann fjarlægðist eða nálgaðist jörðina. Út frá þessari litabreytingu komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líklegast séu reikisteinar á braut í gashringnum. Reikisteinar eru litlir hlutir sem margir stjörnufræðingar telja vera byggingarefni alvöru pláneta.

Að sögn Christopher Manser, stjarneðlisfræðings við University of Warwick, er þetta áhugavert því þetta getur hugsanlega sagt okkur ýmislegt um sólkerfið okkar. Ef þessir reikisteinar líktust jörðinni eitt sinn, eins og Manser telur, þá eru framtíðarhorfur jarðarinnar allt annað en bjartar.

Þegar hvíti dvergurinn varð uppiskroppa með eldsneyti fór hann að þenjast út og gríðarlegt þyngdarafl hans eyðilagði allar plánetur í nágrenninu. Þær urðu síðan að hringjum úr föstu efni og aðeins kjarni plánetanna er eftir. Manser telur að örlög sem þessi bíði jarðarinnar eftir um fimm milljarða ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf