fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hún hélt að mjólkurkirtill væri stíflaður – Hún væri of ung fyrir krabbamein

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýbökuð móðir á þrítugsaldri í Birmingham berst nú hetjulega við krabbamein eftir að heilbrigðisstarfsmenn sögðu henni að hafa engar áhyggjur, þetta væri aðeins stíflaður mjólkurkirtill.

Vici Keating fann hnúð í brjósti sínu skömmu eftir að fæða dóttur sína. Hún reiknaði fyrst með því að um stíflaðan mjólkurkirtil væri að ræða og læknirinn hennar var sammála jafnvel eftir ómskoðun. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig var þó farið fram á frekari rannsóknir. Í kjölfarið kom í ljós að Vici var með alvarlegt brjóstakrabbamein.

Hún mun því gangast undir tvöfalt brjóstnám í næsta mánuði og deilir sögu sinni til að brýna fyrir öðrum konum að skoða á sér brjóstin.

 „Ég stressaði mig ekki mikið fyrst þegar ég fann hnúðinn í brjóstinu stuttu eftir að ég fæddi Rey, dóttur mína. Ég gerði bara ráð fyrir að hann tengdist meðgöngunni og læknirinn var sammála mér um að þetta væri að líkindum stíflaður mjólkurkirtill. Til allra hamingju voru frekari rannsóknir framkvæmdar og tóku sýni úr hnúðnum“

Þremur vikum síðar fékk hún tilkynningu um að niðurstöðurnar væru komnar og hún var beðin um að koma upp á sjúkrahús.

„Ég fór einsömul á fundinn þar sem ég gerði ráð fyrir að þetta væri góðkynja hnúður. Mér datt ekki einu sinni í hug að ég fengi krabbameinsgreiningu þetta ung.“

Niðurstaðan var sláandi. Hún var með svokallað þríneikvætt brjóstakrabbamein en slíkt krabbamein svarar engri hormónameðferð. Hún hóf lyfjameðferð rétt fyrir jólin og hefur í dag lokið fyrstu umferð. „Til allrar hamingju halda læknarnir að krabbameinið sé ekki búið að dreifa sér, en það er ekki hægt að fullyrða það fyrr en eftir aðgerðina.“

Hún ákvað að fara í tvöfalt brjóstnám til að minnka líkurnar á að krabbameinið snúi aftur. „Þessi tegund af krabbameini sem ég er með svarar ekki neinni hormónameðferð svo eftir lyfjameðferðina og skurðaðgerðina eru engir frekari möguleikar í boði fyrir mig.“

Vici heldur úti bloggi um baráttuna sem kallast : Sögur af þríneikvæða bobbingnum þar sem hún skrifar um reynslu sína af því að greinast með krabbamein á þrítugsaldri. Með bloggi sínu vill hún brýna fyrir ungum konum að vera vakandi fyrir breytingum á bjórstum sínum og finni þær hnúð að láta þá sérfræðinga skoða þá. Lífið gæti legið undir.

Frétt the DailyMail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?