fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Sænska lögreglan skaut ökumann Porsche í nótt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan tvö í nótt ætluðu lögreglumenn að stöðva akstur ökumanns í Kista, norðan við Stokkhólm. Maðurinn ók Porsche og var alls ekki á því að ræða við lögregluna.

Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar fjölmargir lögreglubílar hafi komið við sögu í nótt þegar reynt var að stöðva akstur unga mannsins. Þegar lögreglunni hafði tekist að stöðva akstur ökumannsins reyndi hann að aka á lögreglumann sem gekk að bíl hans. Annar lögreglumaður skaut þá á Porsche bílinn og hæfði ökumanninn í lærið.

Talsmaður lögreglunnar sagði að aðeins hefði munað um einum metra að ökumaðurinn æki á lögreglumanninn.

Blaðamenn Aftonbladet hafa undir höndum upptöku af atburðinum. Þar sést að Porsche-bíllinn er króaður af á milli tveggja ómerktra lögreglubíla. Lögreglumenn stíga út úr bílunum með skammbyssur sínar á lofti. Þar endar upptakan og ekki sést þegar skotið var á bílinn.

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumenn gæta hans nú. Hann er grunaður um morðtilraun. Farþegar í bílnum voru teknir til yfirheyrslu.

Sérstakur saksóknari, sem rannsakar öll mál er tengjast notkun lögreglunnar á vopnum, hefur nú tekið við rannsókn á þeim þætti málsins er varðar notkun skotvopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?