fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Á tveggja ára fangelsi yfir höfði sér í Dubai – Kallaði konu hest

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 08:01

Laleh Shahravesh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur reynst 55 ára breskri konu dýrkeypt að hafa kallað nýja eiginkonu fyrrum eiginmanns síns hest. Hún var handtekin á flugvellinum í Dubai í síðasta mánuði þegar hún kom þangað til að vera viðstödd útför þessa fyrrum eiginmanns. Ummælin um hestin lét hún hins vegar falla á Facebook fyrir þremur árum.

BBC skýrir frá þessu. þar segir að konan, Laleh Shahravesh, hafi látið ummælin falla eftir að hún sá mynd af nýju eiginkonu mannsins.

„Ég vona að þú hverfir af yfirborði jarðar bjáninn þinn. Þú yfirgafst mig fyrir þennan hest.“

Skrifaði hún.

Hún var handtekinn við komuna til Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna í síðasta mánuði en þangað fór hún ásamt 14 ára dóttur sinni til að vera viðstödd útför eiginmannsins fyrrverandi.

Samtökin Detained in Dubay segja að hún hafi verið handtekin vegna kæru frá nýju konunni.

Shahravesh á allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem nemur um átta milljónum íslenskra króna ef hún verður fundin sek. Ummælin skrifaði hún eftir að hún var flutt til Bretlands. Hún dvelur nú á hóteli í Dubai og bíður réttarhalda en hald hefur verið lagt á vegabréf hennar. Dóttir hennar fór ein heim og býr nú hjá ættingjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug