fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Tindersvikahrappurinn Simon ólst upp við kröpp kjör – Nú svíkur hann konur og hefur stórfé af þeim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 07:46

Simon Leviev eða öllu heldur Shimon Hayut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á yfirborðinu virðist Simon Leviev, eða Shimon Hayut eins og hann heitir í raun og veru, vera táknmynd hins suður-evrópska draums margra kvenna. Hann er dökkhærður, með falleg augu og vel klæddur. En undir þessu fagra yfirborði leynist engin fegurð.

Shimon ólst upp í fátæku hverfi í Tel Aviv í Ísrael. En í dag lifir hann lúxuslífi sem er byggt á svikum og prettum. Norska dagblaðið VG afhjúpaði Shimon nýlega og fjallaði um aðferðir hans við svikin.

Hann notar alltaf sömu aðferðina. Hann segist vera Simon Leviev, forstjóri demantafyrirtækisins LDD, og sonur milljarðamæringsins Lev Leviev. Fórnarlömbin finnur hann á Tinder eða öðrum stefnumótaöppum. Hann heillar konurnar síðan upp úr skónum með einkaflugvél sinni, góðum hótelum, dýrum máltíðum og auk þess er hann góður í að tala. En allt er þetta greitt af öðrum konum sem hann hefur gabbað á undan nýjasta fórnarlambinu.

Í umfjöllun VG er rætt við Cecilie Fjellhøy, 31 árs norska konu sem féll í gildru Simon. Hún hélt mánuðum saman að Simon Leviev væri unnusti hennar en hún komst í samband við hann í gegnum Tinder í Lundúnum. Þau lifðu í lúxus, ferðuðust mikið og borðuðu á dýrum veitingastöðum og lífvörður fylgdi þeim við hvert fótmál.

Eftir stutt kynni sannfærði Simon hana um að hann væri eltur á röndum og gæti því ekki skilið nein rafræn spor eftir sig. Hann bað hana um að lána sér greiðslukort svo hann gæti greitt eitt og annað án þess að skilja rafræn spor eftir sig. Hann lofaði auðvitað að greiða reikninginn. Eftir að hann fékk greiðslukortið var hann sífellt fjarverandi og kom sífellt með afsakanir fyrir af hverju þau gætu ekki hist. Hann hélt þó sambandi við Cecilie og sendi henni stöðugt falleg skilaboð.

Hún segir að þau hafi aðeins hist þrisvar vorið 2018 en hún fékk sífellt fleiri beiðnir frá honum um að senda honum peninga. Þegar snöggur endir varð á sambandi þeirra hafði hún látið hann fá 1,5 milljónir norskra króna en það svarar til rúmlega 20 milljóna íslenskra króna.

Hún komst síðan að því að það var ekki Simon Leviev sem hafði svikið hana heldur Shimon Hayut sem þóttist vera Leviev.

Shimon hefur hlotið þriggja ára fangelsisdóm í Finnlandi fyrir gróf svik sem hann beitti þrjár þarlendar konur. Þá hefur hann verið kærður fyrir svik í Þýskalandi, Svíþjóð, Litáen, Danmörku og Noregi.

Hann leikur lausum hala og virðist einbeita sér að því að blekkja og svíkja konur frá Norður-Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu