fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Bandaríkin hafa áhyggjur af kjarnorkufyrirætlunum Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 17:30

Kjarnakljúfur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast koma sér upp kjarnakljúfi til orkuframleiðslu. Þetta fer ekki vel í bandarísk stjórnvöld sem óttast að þetta verði til að auka óstöðugleika í þessum heimshluta sem verður að teljast allt annað en öruggur.

Sádi-arabísk stjórnvöld hafa ekki látið sitja við orðin tóm í þessu máli og hafa þegar hafist handa við að verða sér úti um kjarnakljúf. Þau segja þetta nauðsyn til að mæta sífellt meiri orkuþörf og til að gera landið síður háð jarðeldsneyti.

Aðeins eru þrír mánuðir liðnir síðan tilkynnt var um þessar fyrirætlanir og nú þegar eru komnar útlínur af kjarnakljúf í útjaðri höfuðborgarinnar Riyadh. Miðað við gervihnattamyndir eru mikil umsvif á svæðinu. Alþjóðakjarnorkustofnunin telur að byggingu kjarnakljúfsins verði lokið á næstu 9 til 12 mánuðum.

Mohammed bin Salman, krónprins, hefur lagt áherslu að kjarnakljúfurinn sé aðeins til friðsamlegra nota en á síðasta ári sagði hann að ef Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum muni Sádi-Arabía einnig gera það. Líklegt verður að teljast að hægt verði að nota nýja kjarnakljúfinn til að þróa kjarnavopn.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun.

„Við munum ekki líða að þetta gerist. Við viljum ekki leyfa svona löguðu að gerast nokkursstaðar.“

Sagði hann í samtali við CBS nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu