fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Dramatískt rán á flugvellinum í Tirana – Miklum verðmætum rænt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 10:02

Frá vettvangi í Tirana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gekk mikið á á flugvellinum í Tirana í Albaníu síðdegis á þriðjudaginn. Klukkan 15 voru farþegar nýsestir inn í vél sem átti að halda til Vínarborgar í Austurríki. Þá birtust skyndilega þungvopnaðir menn við flugvélina og atburðarásin varð ansi hröð.

Áhöfn vélarinnar og starfsfólki flugvallarins var ógnað með byssum og á skömmum tíma tóku ræningjarnir peninga úr farangurshólfum vélarinnar. Talskona Austrian Airlines sagði að farþegar og áhöfn hafi aldrei verið í hættu.

Albanskir fjölmiðlar segja að allt að 10 milljónum evra hafi verið rænt en aðrar fregnir herma að milljónirnar hafi verið 2 til 3.

Að ráninu loknu flúðu ræningjarnir af vettvangi en lögreglan komst fljót á slóð þeirra. Það endaði með skotbardaga þar sem ræningjarnir skutu á lögregluna með vélbyssum og köstuðu handsprengjum. Einn ræningjanna féll fyrir kúlum lögreglunnar. Lík hans fannst í skurði en svo virðist sem félagar hans hafi hent því út úr bíl á flóttanum.

Lögreglan segir að enn hafi ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjanna né finna þýfið. Ekki er enn vitað hvernig ræningjunum tókst að komast inn á flugvöllinn en öryggismál þar eiga að vera í góðu lagi eins og á öðrum alþjóðaflugvöllum.

Austrian Airlines tilkynnti í gær að félagið muni ekki lengur taka að sér að flytja svona háar peningaupphæðir í vélum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu