fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Frægustu álfamyndir sögunnar boðnar upp – Trúir þú á álfa?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 05:55

Mynd:Dominic Winter Auctioneers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 1917 tóku Elsie Wright, 16 ára, og frænka hennar Frances Griffiths, 9 ára, ljósmyndir af álfum. Á myndunum sjást þær frænkur ásamt álfunum. Þær vöktu að vonum mikla athygli. Í dag verða myndirnar seldar á uppboði og er reiknað með að allt að 70.000 pund, sem svarar til um 11 milljóna íslenskra króna, fáist fyrir myndirnar.

Frænkurnar tóku myndirnar í júlí og september 1917 í þorpinu Cottingley í West Yorkshire í Bretlandi. Frænkurnar höfðu ákveðið að „sanna“ tilvist álfa en höfðu þá enga hugmynd um að þessi hrekkur þeirra myndi vekja heimsathygli og miklar umræður og blekkja marga, þar á meðal Sir Arthur Conan Doyle sem er líklegast þekktastur fyrir að sögurnar um Sherlock Holmes.

Myndirnar urðu þekktar undir nafninu „Cottingley Fairies“ en þær eru taldar eitt best heppnaða ljósmyndagabb sögunnar.

Mynd:Dominic Winter Auctioneers

Á uppboðinu í dag hjá Dominic Winter Auctioneers í Gloucestershire verða myndirnar, myndavél og fleira tengt þessu mikla gabbi boðið upp.

Frænkurnar notuðu myndavél föður Elsie og bjuggu til álfa úr pappír og hárnálum. Sviðsmyndin var síðan staður nærri læk í garðinum heima hjá Elsie. Faðir Elsie, sem var áhugaljósmyndari, framkallaði myndirnar. Móðir hennar, Polly, fór með myndirnar tvær á fund hjá Guðfræðifélaginu í Bradford 1919 þar sem fjallað var um álfa og líf þeirra.

Það var síðan 1920 að Sir Arthur Conan Doyle frétti um tilvist myndanna og vildi nota þær til að myndskreyta grein sem hann var að skrifa um álfa fyrir tímaritið The Strand.

Frænkurnar bættu síðan við myndirnar og tóku þrjár til viðbótar af sér sjálfum með álfum sumarið 1920.

Það var ekki fyrr en 1983 sem frænkurnar viðurkenndu að myndirnar væru falsaðar en Frances hélt því þá enn fram að fimmta myndin, The Fairy Bower, væri ósvikin. Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta