fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Pressan

Fundu nýja tegund manna – Homo luzonensis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 08:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bein, sem fundust í helli á Filippseyjum, reyndust vera af áður óþekktri tegund manna. Þessi tegund bjó í hellum, var lágvaxinn og var uppi fyrir um 50.000 til 67.000 árum.

Það voru filippeyskir vísindamenn sem gerðu þessa merku uppgötvun í helli á eyjunni Luzon. Skýrt er frá uppgötvuninni í vísindaritinu Nature. Í greininni er þessari nýju tegund gefið nafnið Homo luzonensis eftir eyjunni þar sem beinin fundust. Þau eru úr þremur einstaklingum. Þrjár tennur og sex lítil bein fundust.

Þessi tegund er nýjasta viðbótin við Homo tegundina en til hennar teljast meðal annars Homo neanderthalensis, Homo erect og auðvitað Homo sapiens sem er eina núlifandi tegundin í þessari fjölskyldu. Talið er að fólk af Homo luzonensis tegundinni hafi ekki verið hærra en 1,20 sm.

Það var filippeyski fornleifafræðingurinn Armand Mijares sem fann beinin og tennurnar 2007. Hann hélt í fyrstu að hann hefði fundið leifar af dýrum og bað vin sinn, Philip Piper dýrafræðing, um að finna út af hvaða dýrum beinin væru. En fljótlega var ljóst að hér var ekki um dýraleifar að ræða.

„Á öðrum degi vinnunnar með beinin fann ég millfótabein úr manneskju.“

Sagði Piper í samtali við The Washington Post. Það lá því fljótlega ljóst fyrir að hér var ekki um dýrabein að ræða.

Tennurnar sem fundust líkjast tönnum okkar nútímamannanna.

 

 

 

 

 

Piper og Mijares birtu vísindagrein um þennan merka fund 2010 en það er fyrst nú sem ljóst er að beinin eru úr nýrri og sjálfstæðri tegund manna.

Líkamlega séð hefur Homo luzonensis verið blanda af líkamlegum einkennum fyrstu tegunda manna og þeim sem á eftir komu.

Vísindamenn velta nú vöngum yfir hvernig tegundin hafi komist til eyjunnar Luzon. Því hefur verið velt upp að þetta geti þýtt að frumstæðir ættingjar manna hafi farið frá Afríku til Suðaustur-Asíu en fram að þessu hefur verið talið að það hafi ekki verið hægt. Hugsanlega komst fólkið á fleka til eyjunnar eða þá að því hafi skolað með flóðbylgju.

Florent Détroit, hjá franska náttúrufræðisafninu í París, segir að margir vísindamenn telji að tilviljun hafi valdið því að fólkið endaði á eyjunni því það hafi ekki verið nægilega gáfað til að ferðast yfir hafið á fleka eða öðru farartæki.

„En staðreyndin er að við höfum nú sífellt fleiri sannanir fyrir að þeim tókst giftursamlega að koma sér fyrir á mörgum eyjum í Suðaustur-Asíu fyrir löngu síðan svo þetta var líklegast ekki heppni.“

Sagði hann í samtali við The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings