fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Grunuð um að nauðga gömlum Alzheimers-veikum manni: „Hún bara stökk á mig og nauðgaði mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á heimili fyrir aldraða og fatlaða hefur verið handtekin grunuð um nauðgun.

Guettie Belizaire, 34 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var handtekinn þann 8. apríl vegna gruns um að hún hafi brotið kynferðislega á skjólstæðingi sínum á hjúkrunarheimilinu Brookshire í Flórída.

Þann 13. desember tóku samstarfsfélagar hennar eftir því að enginn hefði séð Belizaire í eina og hálfa klukkustund. Því fóru samstarfsmenn hennar að leita af henni. Hún fannst að lokum inni í herbergi hjá skjólstæðingi og reyndist vera hálfnakin að klæða sig.  Skjólstæðingurinn, ellilífeyrisþegi með elliglöp og Alzheimers sjúkdóminn, virtist vera ráðvilltur og í miklu uppnámi. Lögreglan var kölluð til og skjólstæðingurinn sagði þeim að Balizaire hefði brotið á honum. „Hún stökk á mig og nauðgaði mér!“

Maður glímir eins og áður segir við Alzheimers sjúkdóminn og elliglöp. Lögreglan trúði honum þó þegar hann sagði að brotið hefði verið gegn honum og fór með hann á næsta sjúkrahús þar sem hægt var að rannsaka hann og leita sönnunargagna.  Þrátt fyrir að hún hafi fundist fyrir í herbergi mannsins, neitaði Belizaire samt að hafa verið þar. Hún sýndi lögreglumönnum mikinn samstarfsvilja og bauð fram munnvatnssýni.

Þegar stjórnendur hjúkrunarheimilisins fréttu af atvikinu var Balizaire fyrst sett í ótímabundið leyfi og síðan rekin.

Niðurstöður rannsókna staðfestu að kynferðisbrot hefði átt sér stað. Balizaire hefur nú verið kærð fyrir misnoktun á eldri manneskju, kynferðislega misnotkun og blygðunarsemisbrot.

Stjórnendur hjúkrunarheimilisins harma atvikið og segja að hjá þeim eigi öryggi íbúa og starfsfólks að vera ofar öllu öðru.

„Hér í Brokkshire kemur öryggi og velferð starfsfólk og íbúa fyrst“ Sagði talskona stofnunarinnar í kjölfar handtöku Belizaire.

„Stofnunin okkar fylgir mörgum ríkis- og alríkis reglugerðum sem og alþjóðlegum stefnum til að tryggja öryggi íbúanna. Á meðan rannsókn málsins kemur í veg fyrir að við getum tjáð okkur um einstaka staðreyndir málsins, höfum við þó fylgt öllum viðeigandi verkferlum, þeirra á meðal tafarlaus brottvísun starfsmannsins. Við munum þó að sjálfsögðu styðja yfirvöld áfram við rannsóknina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?