fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Kaldrifjaður morðingi handtekinn – Myrti tvær ungar konur 1973

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 23:30

Lynn Seethaler og Janice Pietropola

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum telur sig hafa handtekið mann sem myrti tvær ungar konur á hrottalegan hátt 1973. Lífsýni, sem fannst á morðvettvanginum, kom lögreglunni á slóð mannsins en hann er nú áttræður.

Samkvæmt frétt New York Post þá hefur maðurinn, Ernest Broadnax, búið í New York síðan á tíunda áratugnum.

Konurnar, sem hann er grunaður um að hafa myrt, voru í fríi og gistu á móteli í Virginíu þegar þær voru myrtar þann 20. júní 1973. Þær hétu Lynn Seethaler og Janice Pietopola og voru báðar 19 ára.

Pietopola var nauðgað, hún kyrkt og skotin þrisvar sinnum hægra megin í höfuðið. Seethaler var skotin í kinn og vínflösku lamið á háls hennar.

Broadnax virðist hafa skriðið inn um glugga á mótelinu til að komast inn í herbergi kvennanna.

Á næstu 12 árum voru átta konur til viðbótar myrtar á þessu sama svæði. Lögreglan telur að raðmorðingi hafi verið að verki og útilokar ekki að Broadnax hafi verið að verki. Öll fórnarlömbin voru á aldrinum 18 til 25 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu