fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Undarlegur auðjöfur – Keypti eyju fyrir 935 milljónir og stal síðan kaffivél

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 21:00

Andrew Lippi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Lippi, 59 ára, er vel efnum búinn. Nýlega keypti hann heila eyju við Key West í Flórída í Bandaríkjunum. Eyjan, sem heitir Thomson Island, er bara nokkra tugi metra frá meginlandinu en brú liggur út í hana. Þar stendur glæsilegt íbúðarhús sem var byggt á fjórða áratug síðustu aldar.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, sex baðherbergi, bílskúr fyrir fjóra bíla og þyrlupallur er við það. Útsýnið er síðan ekki neitt til að fúlsa við. Kaupverðið var sem svarar til um 935 milljóna íslenskra króna. Fyrir átti Lippi hús með tólf svefnherbergjum að sögn Fox News.

Lippi komst nýlega í fréttirnir og það ekki vegna eyjukaupanna heldur svika og þjófnaðar. Hann keypti kaffivél fyrir sem svarar til 17.000 íslenskra króna í Kmart búð á Key West. Hann skilaði henni síðan og fékk endurgreitt. En áður hafði hann skipt kaffivélinni út og sett körfubolta í kassann.

Hann lék sama leikinn með perur sem hann keypti þar. Hann skilaði þeim en hafði áður sett ónýtar perur í kassana. Einnig skilaði hann annarri kaffivél en hafði áður sett gamla kaffivél í kassann.

Lippi þvertekur fyrir að hafa brotið af sér og segir að hér sé um ágreiningsmál að ræða. Hann var látinn laus gegn tryggingu en á að mæta fyrir dóm í næstu viku þar sem mál hans verða tekin fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu