fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Var sektuð fyrir að trufla lögregluna – Síðan var hún myrt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 07:01

Shana Grice.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í febrúar og þar til í júlí 2016 fór Shane Grice, 19 ára, fimm sinnum til lögreglunnar í Brighton á Englandi og bað um vernd. Það var fyrrum unnusti hennar sem hún óttaðist mikið en hann elti hana á röndum og ofsótti.

Þegar hún bað um aðstoð og vernd í fimmta sinn var hún sektuð um sem nemur 18.000 íslenskum krónum fyrir að eyða tíma lögreglunnar að óþörfu. Í ágúst 2016 fannst hún látin á heimili sínu. Hún hafði verið skorin á háls.

Þegar málið var tekið fyrir dóm kom fram að unnustinn fyrrverandi hafði ráðist á hana á götu úti, skorið á dekkin á bílnum hennar og sett staðsetningarbúnað á bíl hennar. Hann komst einnig yfir lykil að heimili hennar og setti rusl fyrir utan það. Evening Standard skýrir frá þessu.

Nú stendur yfir rannsókn á vinnubrögðum lögreglunnar í málinu. Margir lögreglumenn eru til rannsóknar en rannsakað er hvort þeir hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi. Lögreglustjórinn í Sussex hefur beðið fjölskyldu Shana afsökunar en fjölskyldan er að vonum ekki ánægð með frammistöðu lögreglunnar.

„Dóttir okkar leitaði til lögreglunnar en í staðinn fyrir að fá vernd var farið með hana eins og glæpamann. Hún lét lífið vegna lélegrar þjálfunar lögreglumanna, skorts á samúð og slæmra viðhorfa.“

Sögðu foreldrar hennar í samtali við ITV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?