fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Beitti ömurlegu bragði til að koma höggi á kærasta sinnar fyrrverandi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Scott Burroughs, lögregluþjónn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, er í slæmum málum þessa dagana. David þessi er sakaður um að hafa beitt býsna lúalegu bragði til að vinna hjarta fyrrverandi kærustu sinnar á nýjan leik.

Þannig er mál með vexti að David er sakaður um að hafa komið fyrir fíkniefnum, það er að segja heróíni og metamfetamíni, í bifreið manns sem var að gera hosur sínar grænar fyrir fyrrverandi kærustu Davids. Raunar voru þau byrjuð að hittast og það er eitthvað sem fór illa í David sem var tilbúinn að ganga ansi langt til að koma manninum úr umferð.

En það er skemmst frá því að segja að bragðið misheppnaðist hrapallega. David lét yfirmenn sína í lögreglunni vita að umræddur maður væri að selja fíkniefni. Hann hefði fengið ábendingu þess efnis frá uppljóstrara sínum sem vissi meira að segja hvar fíkniefnin voru falin í bifreiðinni.

Þegar lögregla stöðvaði ferð mannsins, þremur dögum síðar, fundust vissulega fíkniefni í bifreiðinni. Maðurinn kannaðist að sjálfsögðu ekkert við að eiga fíkniefnin og kvaðst saklaus. Þegar lögregla fór að skoða málið ofan í kjölinn komu tengsl mannsins við David, eða öllu heldur fyrrverandi kærustu Davids, upp úr krafsinu. Hinn grunaði var því hreinsaður af öllum ásökunum og var David handtekinn í síðustu viku. Hann hefur nú verið rekinn frá störfum og gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu