fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Disney-sjónvarpsveitan opnar í nóvember – Verður miklu ódýrari en Netflix

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney+, ný sjónvarpsveita sem verður ekki ósvipuð Netflix og Hulu, verður opnuð formlega þann 12. Nóvember næstkomandi. Þar verður hægt að finna ýmislegt spennandi efni frá framleiðendum á borð við Disney, Pixar, Marvel, 20th Century Fox, Lucasfilm  og National Geographic.

Disney tilkynnti þetta í gær en mánaðaráskrift hjá fyrirtækinu mun kosta 6,99 Bandaríkjadali, eða 837 krónur. Þeir sem binda sig í eitt ár greiða 69,99 Bandaríkjadali, eða tæpar 8.400 krónur fyrir árið.

Þetta er talsvert minna en Netflix rukkar áskrifendur sína, en grunnáskrift í einn mánuð hjá Netflix kostar 12,99 Bandaríkjadali, rúmar 1.500 krónur.

Sérfræðingar höfðu spáð því að verðið hjá Disney yrði frá 5 dollurum og upp í 7 dollara.

Búast má við því að verðið hækki þegar fram líða stundir líkt og gerst hefur hjá öðrum efnisveitum. Netflix tilkynnti til dæmis fyrir skemmstu að efnisveitan myndi hækka verð til áskrifenda og hefur hækkunin þegar tekið gildi.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla gerir Disney ráð fyrir að reka efnisveituna með tapi fyrstu fimm árin. Árið 2024 gera áætlanir ráð fyrir að áskrifendur verði á bilinu 60 til 90 milljónir, þar af mun þriðjungur koma frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu