fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Fundu fjórar lifandi býflugur í auga konu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 05:59

Halictidae að gæða sér á ljúffengu blómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára kona, sem býr á Taívan, var nýlega úti í kirkjugarði að reita illgresi af leiðum ættingja þegar fjórar litlar býflugur, Halictidae, flugu inn í auga hennar. Læknir fjarlægði flugurnar úr auga konunnar og voru þær allar lifandi.

BBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Hong Chi Ting, lækni á Fooyin háskólasjúkrahúsinu, að honum hafi verið brugðið þegar hann dró 4 mm langar flugurnar út úr auga konunnar.

Konan hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu og reiknað er með að hún nái fullum bata.

Býflugur af þessari tegund laðast að svita og setjast stundum á fólk til að komast í svita þess. Þær drekka einnig tár því þau innhalda mikið af prótíni.

Þegar flugurnar fóru inn í auga konunnar taldi hún að ryk eða drulla hefði fokið í það. En augað var enn bólgið og hana verkjaði í það nokkrum klukkustundum síðar. Fór hún því á sjúkrahús og leitaði aðstoðar. Sem betur fer nuddaði hún ekki augað því það hefði getað fengið flugurnar til að framleiða eitur sem hefði gert konuna blinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu