fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Óhugnanlegar tölur um dráp með skotvopnum í Bandaríkjunum – Fleiri börn skotin til bana árlega en hermenn og lögreglumenn til samans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Florida Atlantic University varð mikil aukning á þeim fjölda barna sem létust af völdum skotvopna í Bandaríkjunum frá 1999 til 2017.  Á þessu tímabili létust 6.464 börn, á aldrinum 5 til 14 ára, af völdum skotvopna. 32.478 unglingar á aldrinum 15 til 18 ára létust af völdum skotvopna á sama tíma.

61 prósent fórnarlambanna voru skotin af öðrum en 32 prósent frömdu sjálfsvíg með skotvopni og 5 prósent létust af völdum slysa með skotvopn. Í tveimur prósentum tilfella var ekki hægt að skera úr um hvað gerðist. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The American Journal of Medicine.

Frá 2013 til 2016, á síðustu þremur árum Barack Obama sem forseta, jókst hlutfall morða með skotvopnum í Bandaríkjunum um 28 prósent.

2017 voru 144 bandarískir lögreglumenn skotnir til bana við skyldustörf og um 1.000 hermenn. Þetta ár voru 2.462 börn á skólaaldri skotin til bana. Aðeins umferðaróhöpp verða fleiri börnum að bana árlega.

Svartir Bandaríkjamenn eru um 15 prósent af heildaríbúafjölda landsins en 41 prósent þeirra barna sem voru skotin til bana voru svört. 86 prósent þeirra voru strákar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að það eru tvöfalt meiri líkur á að barn sé skotið til bana í ríki þar sem vopnalöggjöfin er í frjálslegri kantinum miðað við ríki þar sem ströng vopnalöggjöf er í gildi. Þá hafa rannsóknir sýnt að það eru sex til níu sinnum meiri líkur á að fólk verði skotið til bana í Bandaríkjunum en í öðrum iðnvæddum ríkjum.

Samkvæmt tölum frá Centers for Disease Control and Prevetion létust 39.773 af völdum skotsára í Bandaríkjunum 2017 eða tæplega 110 á dag að meðaltali. Um 60 prósent þeirra tóku eigið líf. 37 prósent féllu fyrir morðingjahendi og restin var óhöpp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu