fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Ótrúleg samsæriskenning um þungun Meghan Markel vekur mikla athygli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 06:59

Harry og Meghan eiga von á sínu fyrsta barni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári tilkynntu Harry prins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, að þau ættu von á fyrsta barni sínu. Síðan þá hefur mátt sjá á myndum að magi Meghan hefur stækkað og stækkað. En eins og með svo mörg önnur mál þá eru samsæriskenningasmiðir í essinu sínu en mörgum þeirra, og mörgum öðrum, virðist vera mjög í nöp við Meghan.

Nú gengur sú samsæriskenning fjöllunum hærra á samfélagsmiðlum að Meghan sé ekki barnshafandi heldur geri hún sér upp óléttu með því að nota sérstaka óléttupúða undir kjóla sína. The Guardian skýrir frá þessu.

Á YouTube er hægt að finna mörg myndbönd um þetta og hafa sum þeirra fengið mörg hundruð þúsund áhorf. Myllumerkið #moonbump er mikið notað þegar þetta mál er til umfjöllunar á samfélagsmiðlum. #moonbump vísar til tungllendingarinnar 1969 sem margir samsæriskenningasmiðir telja vera uppspuna einan og hafi ekki verið neitt annað en sviðsetning á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Hér fyrir neðan getur að líta færslur nokkurra samsæriskenningasmiða á Facebook um málið.

Í umfjöllun samsæriskenningasmiða um hertogynjuna skrifa margir að magi hennar líti vel út en það sé svo undarlegt að hann hverfi þegar hún beygir sig. Aðrir benda á að stærð magans breytist dag frá degi.

Það fer fyrir brjóstið á mörgum að Meghan er bandarísk, fráskilin og hörundsdökk. Öfgasinnaðir hægrimenn hafa lengi haft horn í síðu hennar þar sem hún er allt að því táknmynd alls þess sem þeir fyrirlíta, lituð og útlend að auki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu