fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Sat saklaus í fangelsi í átta ár – Fær 120 milljónir í bætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 var Esa Teittinen, sem er nú 62 ára, dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt sjötugan vin sinn í baðkari í húsi í Solna í Svíþjóð. Teittinen neitaði alltaf sök, bæði fyrir dómi og á meðan hann sat í fangelsi. Þegar lögreglan sviðsetti atburðarás hins örlagaríka dags á síðasta ári kom í ljós að ekki var hægt að útiloka að vinur Tiettinen hefði drukknað í baðkarinu. Teittinen var þá látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í átta ár.

Í gær var gengið frá samningi um bætur til handa Teittinen vegna málsins. Hann fær 8,25 milljónir sænskra króna í miskabætur og 1 milljón fyrir tekjutap. Í heildina svarar þetta til tæplega 120 milljóna íslenskra króna.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Teittinen fékk rúman helming þessarar upphæðar greiddan fyrirfram í nóvember en hann var látinn laus í september.

Upphæðin sem hann fær er að sögn sænskra yfirvalda í samræmi við það sem gerist í málum sem þessum þar í landi. Teittinen hafði krafist 25 milljóna sænskra króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“