fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Sat saklaus í fangelsi í átta ár – Fær 120 milljónir í bætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 var Esa Teittinen, sem er nú 62 ára, dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt sjötugan vin sinn í baðkari í húsi í Solna í Svíþjóð. Teittinen neitaði alltaf sök, bæði fyrir dómi og á meðan hann sat í fangelsi. Þegar lögreglan sviðsetti atburðarás hins örlagaríka dags á síðasta ári kom í ljós að ekki var hægt að útiloka að vinur Tiettinen hefði drukknað í baðkarinu. Teittinen var þá látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í átta ár.

Í gær var gengið frá samningi um bætur til handa Teittinen vegna málsins. Hann fær 8,25 milljónir sænskra króna í miskabætur og 1 milljón fyrir tekjutap. Í heildina svarar þetta til tæplega 120 milljóna íslenskra króna.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Teittinen fékk rúman helming þessarar upphæðar greiddan fyrirfram í nóvember en hann var látinn laus í september.

Upphæðin sem hann fær er að sögn sænskra yfirvalda í samræmi við það sem gerist í málum sem þessum þar í landi. Teittinen hafði krafist 25 milljóna sænskra króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu