fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Senda hreinsunarhóp á Everest til að fjarlægja lík og rusl – Tugir mannslíka liggja í hlíðum fjallsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 08:03

Green boots í hlíðum Everest.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. apríl heldur hópur 14 fjallgöngumanna á Everest fjallið, hæsta fjall heims, með það eina markmið að safna saman rusli og fjarlægja mannslík sem liggja í hlíðum fjallsins. Það eru stjórnvöld í Nepal sem standa fyrir þessari hreinsun. Áratugum saman hefur fólk klifið þetta hæsta fjalls heims og er óhætt að segja að mikið rusl hafi fallið til á þessum áratugum og má kannski segja að þetta 8.848 metra háa fjall sé hæsta ruslafata heims.

Margir fjallgöngumenn hafa ekki haft fyrir því að taka búnað sinn með niður af fjallinu og liggur hann því á víð og dreif í hlíðum þess. Þá er ótalinn fjöldi mannslíka í hlíðunum en talið er að allt að 300 manns hafi látið lífið við að reyna að komast á toppinn.

Nú eru lík farin að koma undan jöklum á fjallinum samfara hnattrænni hlýnun sem bræðir þá.

Hreingerningarhópurinn mun byrja á að fara í grunnbúðir neðarlega í hlíðum fjallsins. Þar er ætlunin að safna saman um 10 tonnum af rusli. Síðan verða átta úr hópnum sendir í aðrar grunnbúðir í 6.400 metra hæð og þar skipta þeir liði og halda upp í 7.950 metra hæð til að safna rusli og flytja niður af fjallinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld standa fyrir tiltekt af þessu tagi á fjallinu. Ljóst er að henni lýkur ekki á einu ári, hér er um langtímaverkefni að ræða.

Myndin hér fyrir neðan er nefnd Green Boots en hún er af líki fjallgöngumanns, nafnið er dregið af litnum á skónum. Hann er orðinn að einhverskonar kennileiti á fjallinu en líkið hefur legið á sama stað síðan 1996. Allir, sem reyna að ná toppnum frá norðurhliðinni, fara framhjá líkinu en það er í 8.500 metra hæð. Ekki hefur verið staðfest opinberlega af hverjum líkið er en talið er að það sé af Tsewang Palior frá Indlandi.

Green boots í hlíðum Everest.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu