fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Pressan

Telja að hundur hafi valdið flugslysi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem ákvörðun flugmanns að taka heimilishundinn með um borð í litla flugvél sem hann flaug hafi reynst dýrkeypt. Flugmaðurinn, hinn níræði Jerry Naylor, brotlenti vélinni á akri í Iowa í Bandaríkjunum árið 2017.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum hefur nú lokið rannsókn á slysinu og kemst nefndin að því að hundurinn hafi átt stóra sök á því hvernig fór.

Jerry þessi var vanur flugmaður sem hafði meðal annars flogið farþegaþotum. Slysið varð þegar hann var að koma til lendingar í Monticello Regional-flugvellinum í Iowa.

Rannsóknarnefndin telur að skömmu áður en Jerry reyndi að lenda vélinni hafi hundurinn rekið sig í hallastýri og/eða kambstýri (e. aileron, stabilator) vélarinnar. Í kjölfarið virðist Jerry hafa misst stjórn á vélinni. Nefndin fann engin merki þess að bilun hafi átt sér stað í vélinni og telur hún að líklegasta orsök slyssins sé sú að hundurinn rak sig í fyrrnefndan búnað.

Hundurinn komst lifandi frá slysinu en Jerry var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Vélin var tveggja sæta og var flugstjórnarklefinn nokkuð þröngur. Hundur Jerrys var aftur á móti nokkuð stór, eða rúm 30 kíló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mjög mikilvægt, hjálpið mér að velja – Líf eða dauði?“ 16 ára stúlka tók eigið líf eftir atkvæðagreiðslu á Instagram

„Mjög mikilvægt, hjálpið mér að velja – Líf eða dauði?“ 16 ára stúlka tók eigið líf eftir atkvæðagreiðslu á Instagram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Austurríska ríkisstjórnin bannar múslimum að bera höfuðklúta í skólum

Austurríska ríkisstjórnin bannar múslimum að bera höfuðklúta í skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amazon hvetur starfsfólk sitt til að hætta og stofna eigið fyrirtæki – Býður því 10.000 dollara

Amazon hvetur starfsfólk sitt til að hætta og stofna eigið fyrirtæki – Býður því 10.000 dollara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldar settir á svartan lista hjá ASOS

Áhrifavaldar settir á svartan lista hjá ASOS