fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Þess vegna geta hringir á fingrum verið stórhættulegir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki með öllu hættulaust að ganga um með hringa á fingrum öllum stundum. Þessu fékk 33 ára fjölskyldufaðir að kynnast á dögunum og stendur hann uppi einum fingri fátækari í kjölfarið.

Paul Biggs er breskur fyrrverandi hermaður sem hefur meðal annars komist heill heim frá ferðum til stríðshrjáðra svæða í Afganistan og Írak. Hann var að klifra yfir girðingu á lóð nágranna síns þegar hringurinn festist í girðingunni. Slysið varð þegar Paul var að hoppa niður og festist hringurinn í girðingunni.

Biggs gekk í hjónaband þann 24. desember síðastliðinn en slysið varð þann 31. mars síðastliðinn.

Biggs var vitanlega þjakaður af sársauka eftir slysið en ók þó sjálfur á slysadeild þar sem læknar tóku á móti honum. Læknum tókst því miður ekki að bjarga fingrinum.

Biggs segir að hann hafi aldrei tekið hringinn af sér og kveðst hann heldur ekki ætla að stökkva yfir girðingar aftur – að minnsta kosti ekki með hring á fingri.

Slysið varð þegar Biggs var að sækja pakka á lóð nágranna síns í næsta húsi. Nágranni hans var ekki heima og brá hann á það ráð að vippa yfir girðinguna með fyrrgreindum afleiðingum.

Biggs segir við Mail Online að vinir hans séu duglegir að grínast í honum eftir slysið. „Þeir kalla mig Homer Simpson,“ segir hann en það er vísun í þá staðreynd að teiknimyndafígúrann er aðeins með fjóra fingur á hvorri hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu