fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

759% vextir á smáláni – Er það eðlilegt? Hæstiréttur Danmerkur tekur slíkt mál fyrir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu langt er hægt að ganga í tilraunum til að mergsjúga fátækt fólk og hafa stórfé af því með himinháum vöxtum? Hæstiréttur Danmerkur mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort smálán, sem heitir hraðlán í Danmörku, með 759% ársvöxtum sé eitthvað sem samræmist lögum. Starfsemi smálánafyrirtækja er umdeild í Danmörku eins og hér á landi og lengi hefur verið kallað eftir nýrri lagaumgjörð til að þrengja að smálánafyrirtækjunum.

Málið snýst um lán upp á 4.000 danskar krónur sem var tekið hjá smálánafyrirtæki. Lántakandinn greiddi lánið ekki og á endanum sendi lánafyrirtækið málið til fógetaréttar, sem meðhöndlar mál sem þessi. Var skuldin þá komin í 30.000 danskar krónur. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri alltof dýrt. Vextir upp á 759% á ári, sem væru ákvarðaðir einhliða af lánveitandanum, væru á allt öðru stigi en almennir vextir í landinu og því gríðarlega ósanngjarnir.

Í 22. grein laga um lánastarfsemi segir að lántakandi megi ekki greiða „ósanngjarnan“ kostnað og á því byggir deilan sem Hæstiréttur á að skera úr um.

Eystri-Landsréttur taldi vextina ekki brjóta gegn lögunum því mánaðarlegir vextir væru 18% og það yrði að miða við þá en ekki vexti á ársgrundvelli. Smálánafyrirtækið bar því sigur úr býtum fyrir Landsrétti en nú er það Hæstiréttur sem mun hafa lokaorðið í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu