fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Sífellt fleiri fremja sjálfsvíg í Danmörku með því að kasta sér fyrir járnbrautarlestir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fólk fremji sjálfsvíg í Danmörku með því að hoppa fyrir járnbrautarlestir á leiðum dönsku járnbrautanna DSB. Á síðasta ári tóku mun fleiri líf sitt, eða reyndu það, með þessari aðferð en 2013.

Á síðasta ári tóku 27 líf sitt með þessum hætti og 8 til viðbótar reyndu þar. 2013 tóku 23 líf sitt með þessum hætti og 2 til viðbótar reyndu þar. Þrátt fyrir að þetta virðist ekki vera margir þá er rétt að hafa í huga að á sama tíma hefur sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum í heild fækkað í Danmörku.

Tölur frá síðasta ári liggja ekki enn fyrir en frá 2013 til 2017 fækkaði sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum um 718 en það svarar til 28 prósent fækkunnar.

Í umfjöllun TV2 um málið kemur fram að hjá DSB viti fólk ekki hvað veldur þessari aukningu. Aukningin hafi ekki farið framhjá fólki þar á bæ en engin ástæða hafi fundist fyrir þessari aukningu.

„Þessi sjálfsvíg eru auðvitað hörmuleg fyrir þá sem í hlut eiga og ættingja þeirra en þetta snertir einnig starfsfólk okkar og farþega.“

Sagði talsmaður DSB.

Hjá öðrum dönskum járnbrautafélögum er sagan sú sama, sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum hefur fjölgað á undanförnum árum. Tölur fyrir síðasta ár liggja þó enn ekki fyrir.

Hvað varðar allt lestarkerfi landsins þá fjölgaði sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum um 29 prósent frá 2013 til 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu