fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kaffi er ekki lífsnauðsyn – Verður fjarlægt úr neyðarbirgðum Svisslendinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 18:00

Þetta er umdeild ákvörðun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissnesk stjórnvöld hafa nú lýst því yfir að kaffi sé ekki „skilyrði“ fyrir að fólk komist af. Með þessari yfirlýsingu geta stjórnvöld hætt að eiga neyðarbirgðir af kaffi fyrir þjóðina. Slíkt birgðahald hófst í Sviss á milli fyrri og síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur verið við lýði síðan.

Neyðarbirgðunum var ætlað að mæta kaffiþörf landsmanna ef til stríðsátaka kæmi eða ef farsóttir eða náttúruhamfarir stöðvuðu kaffiinnflutning til landsins. Stjórnvöld vonast til að geta hætt að eiga kaffibirgðir 2022 en andstaða við þessar fyrirætlanir fer vaxandi innanlands. Rökin sem færð eru fyrir þessari stefnubreytingu er að kaffi sé nær hitaeiningasnautt og því ekki nauðsynlegt til að tryggja næringu þjóðarinnar.

Nú eiga Svisslendingar 15.300 tonn af neyðarkaffi í geymslum en það dugir þjóðinni í þrjá mánuði.

Endanlega ákvörðun verður tekin um málið í nóvember. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“