fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Kaffi er ekki lífsnauðsyn – Verður fjarlægt úr neyðarbirgðum Svisslendinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 18:00

Þetta er umdeild ákvörðun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissnesk stjórnvöld hafa nú lýst því yfir að kaffi sé ekki „skilyrði“ fyrir að fólk komist af. Með þessari yfirlýsingu geta stjórnvöld hætt að eiga neyðarbirgðir af kaffi fyrir þjóðina. Slíkt birgðahald hófst í Sviss á milli fyrri og síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur verið við lýði síðan.

Neyðarbirgðunum var ætlað að mæta kaffiþörf landsmanna ef til stríðsátaka kæmi eða ef farsóttir eða náttúruhamfarir stöðvuðu kaffiinnflutning til landsins. Stjórnvöld vonast til að geta hætt að eiga kaffibirgðir 2022 en andstaða við þessar fyrirætlanir fer vaxandi innanlands. Rökin sem færð eru fyrir þessari stefnubreytingu er að kaffi sé nær hitaeiningasnautt og því ekki nauðsynlegt til að tryggja næringu þjóðarinnar.

Nú eiga Svisslendingar 15.300 tonn af neyðarkaffi í geymslum en það dugir þjóðinni í þrjá mánuði.

Endanlega ákvörðun verður tekin um málið í nóvember. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu