fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Reglulega hraunað yfir Cortez

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 16:47

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandria Ocasio-Cortez hefur borist í tal oft og mörgum sinnum á fréttarásum Fox síðastliðnar vikur. Ný rannsókn sýnir fram á að ungi demókratinn sé mikið til umræðu, en nafn hennar hefur komið fram 3181 sinnum frá 25. febrúar til 7. apríl bæði á Fox News Channel og Fox Business Network.

Að meðaltali kom nafn hennar fram í 74. skipti á dag, en ekki leið sá dagur þar sem ekki var minnst á hana á þessu sex vikna tímabili sem rannsóknin tók fyrir.

Media Matters in America sem gerði rannsóknina segir Fox-fréttastofuna vera heltekna af Cortez sem er gerð að blóraböggli. „Hún er máluð upp sem djöfull af fréttafólki og þáttarstjórnendum í hvert skipti sem skotið er á Demókrataflokkinn.“

Ítrekað talað illa um Cortez

Tucker Carlson sem er þáttarstjórnandi á Fox hefur meðal annars kallað hana „drembinn lítinn bjána“, „gervi byltingarsinna“ og „sjálfhverfa og heimska“

Cortez birti niðurstöður rannsóknarinnar á Twitter og bætti við: „Þið sjáið hversu mikið þau eru að berjast gegn almennilegri heilbrigðisþjónustu, launum og jafnrétti með því að leggja allt sitt púður í yngstu fulltrúadeildarkonu í sögunni. Sem er leiðinlegt fyrir þau því við bökkum ekki.“

Annar þáttarstjórnandi á Fox, Stuart Varney, útskýrði þetta mikla umtal á Cortez með því að segja að hún hefði góð áhrif á áhorf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu