fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Veðbankar töpuðu miklu á sigri Tiger Woods

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigur Tiger Woods, eins allra besta kylfings sögunnar, á Masters-mótinu í golfi á sunnudag var frábær fyrir Tiger og aðdáendur hans um allan heim. Hann var aftur á móti ekki eins góður fyrir veðbanka sem töpuðu svimandi háum fjárhæðum á sigri Tiger.

„Það er frábært að sjá Tiger koma til baka. En þetta er slæmur dagur fyrir William Hill – okkar stærsta tap í sögunni – en frábær dagur fyrir golfið,“ segir Nick Bogdanovich, framkvæmdastjóri William Hill-veðbankans.

Tiger hefur ekki átt sjö dagana sæla á undanförnum árum og voru liðin ellefu ár frá hans síðasta risatitli. Það voru þó margir sem höfðu trú á Tiger fyrir mótið ef marka má fjölda veðmála.

Einn sem tippaði á sigur Tiger fékk til að mynda 1,2 milljónir Bandaríkjadala, eftir að hafa lagt 85 þúsund dali undir fyrir mót á að hann myndi vinna. Það voru fleiri veðbankar en William Hill sem töpuðu. FanDuel tapaði hátt í 300 milljónum króna á sigri Tigers og svona mætti áfram telja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu