fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Bandarískur afbrotamaður handtekinn – Var talinn hafa flúið til Íslands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 05:59

Jay Robinson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jay Paul Robinson, 43, ára situr nú í fangelsi í Boone County í Kentucky en þangað var hann fluttur í gær úr fangelsi í Chicago. Robinson er grunaður um ýmis afbrot, þar á meðal nauðgun, blygðunarsemisbrot og fleira.

Eins og DV skýrði frá í ársbyrjun þá lék grunur á að Robinson hefði flúið hingað til lands enda hafði hann keypt sér flugmiða frá Chicago til Keflavíkur í byrjun ágúst á síðasta ári. Ekki var þó hægt að staðfesta að hann hefði notað miðann og komið hingað til lands.

ABC News skýrði frá því í gærkvöldi að nú hafi Robinson verið handtekinn og sé kominn í fangelsi í Boone County. Samkvæmt upplýsingum bandarískra fjölmiðla var hann handtekinn í Chicago en ekki fengust nánari upplýsingar um málavexti eða hvort hann hefði farið til Íslands á síðasta ári.

Robinson var handtekinn 3. ágúst á síðasta ári en hann var þá grunaður um blygðunarsemisbrot. Hann hafði berað kynfæri sín fyrir fyrir framan fólk og komið faldri myndavél fyrir inni á salerni bókasafns. Auk þess er hann grunaður um nauðgun en frekari upplýsingar um það mál liggja ekki fyrir.

Í janúar var lýst eftir honum en þá töldu saksóknarar að hann hefði flúið land því hann hafði keypt flugmiða til Keflavíkur þann 5. ágúst.

Robinson situr nú í varðhaldi og verður ekki látinn laus gegn greiðslu tryggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu