fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hélt að hann væri skelfilega þunnur en sá svo myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í Stafangri í Noregi á dögunum þegar ungur maður varð fyrir tilefnislausri líkamsárás. Ungi maðurinn, 22 ára, var úti að skemmta sér með vinum sínum þegar annar ungur maður vatt sér upp að honum og gaf honum þungt högg í höfuðið. Félagi árásarmannsins tók atvikið upp á myndband.

Ungi maðurinn sem varð fyrir árásásinni áttaði sig ekki á því að hann hefði verið kýldur fyrr en viku síðar. Það var ekki fyrr en hann sá sjálfan sig í myndbandinu, sem hafði verið dreift á samfélagsmiðlum, að hann áttaði sig á því að hann hafði orðið fyrir líkamsárás.

Hann vaknaði daginn eftir með þungan og sáran höfuðverk, en taldi að vanlíðanina mætti rekja til drykkju kvöldið áður.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Noregi sem og víðar. Þannig fjallaði breski vefmiðillinn Mirror um málið í dag.

Meintir árásarmenn fundust

Í frétt Mirror kemur fram að faðir piltsins hafi birt myndbandið um helgina í þeirri von að hægt væri að finna árásarmanninn og piltinn sem tók myndbandið upp hlæjandi. Það tók ekki langan tíma því nokkrum klukkustundum síðar hafði lögregla haft upp á tveimur mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn. Þeir verða yfirheyrðir í vikunni.

Svo virðist vera sem árásin hafi verið með öllu tilefnislaus. Á myndbandinu sést árásarmaðurinn ganga upp að unga manninum fyrir utan verslun 7-Eleven í Stafangri meðan sá síðarnefndi skoðar símann sinn. Árásarmaðurinn virðist segja eitthvað við hann, áður en hann slær hann af miklu afli í andlitið. Árásarmaðurinn hleypur svo í burtu eins og sannur heigull.

Tilgangurinn að búa til „skemmtiefni“?

Ekki þarf að fjölyrða um þær skelfilegu afleiðingar sem svona högg geta haft. Til eru mýmörg dæmi þess að einstaklingar hafi látist eða hlotið varanlegan heilaskaða eftir að hafa fengið hnefahögg í andlitið. Sem betur fer er talið að fórnarlamb þessarar árásar hafi ekki hlotið varanlegan skaða.

Faðir fórnarlambsins tjáði sig um málið í samtali við NRK í Noregi. Hann segist telja að tilgangur árásarinnar hafi verið einn, að útvega sjúkt „skemmtiefni“ fyrir einstaklinga sem sækja í ofbeldisfull myndbönd á netinu.

Hægt er að sjá myndbandið á vef Mirror hér undir. Rétt er að vara við efni þess: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar