fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hrikalegar myndir frá brunanum í Notre Dame: „Hugur minn er hjá frönsku þjóðinni“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill eldur braust út í einni sögufrægustu byggingu heims, Notre Dame-kirkjunni í París síðdegis. Eldur logar enn í kirkjunni og féll hluti kirkjuturnsins um kvöldmatarleytið. Erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins, ekki síst í ljósi þess að eldurinn logar í mikilli hæð.

Notre Dame er eitt þekktasta kennileiti Parísar og sú bygging sem flestir ferðamenn heimsækja. Bygging hennar hófst á 12. Öld og lauk henni árið 1345. Því er í raun um ómetanleg verðmæti að ræða í sögulegu samhengi.

Fjölmargir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um brunann og má í raun segja að margir séu í áfalli. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir einn viðmælandi Sky News.

Þá hafa þjóðarleiðtogar ýmissa ríkja vottað Frökkum samúð sína. „Þetta er hræðileg sjón. Þvílíkur hryllingur. Hugur minn er hjá frönsku þjóðinni,“ segir Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók undir þetta á Twitter og sagðist harmi slegin. „Hugur okkar er hjá frönskum vinum okkar,“ sagði hún.

Óvíst er á þessari stundu hver eldsupptök voru, en eldsins varð fyrst vart í þaki byggingarinnar. Slökkvistarf stendur enn yfir og ljóst að löng nótt bíður slökkviliðsmanna í París.

Hér að neðan má sjá myndbönd af Twitter af brunanum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf