fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kaffibollinn varð morðingjanum að falli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 21:00

Jody Loomis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öðru hvoru kemur sú staða upp að morðmál eru talin óleysanleg. Lögreglan hefur þá á litlu sem engu að byggja og morðinginn hefur komist undan. Þannig var staðan með rannsókn á morðinu á Jody Loomis þann 23. ágúst 1972.

Hún hafði ætlað í útreiðartúr á hesti sínum  í Washington í Bandaríkjunum en hún komst aldrei alla leið í hesthúsið. Á leiðinni þangað var ráðist á hana og hún skotin í höfuðið. Henni var einnig nauðgað og lík hennar skilið eftir í skógi. Þar fannst nær klæðalaust líkið.

Á líkinu fannst sæði en það kom ekki að neinu gagni við rannsókn málsins enda tæknin ekki komin jafn langt á veg og hún er núna. En á síðasta ári var málið tekið aftur til rannsóknar í þeirri von að ný tækni við rannsóknir á lífsýnum, DNA, gæti orðið til þess að það myndi upplýsast.

Lögreglan í Snohmosh sýslu skýrði frá þessu á fréttamannafundi fyrir helgi. Þar kom fram að sérfræðingar hefðu notað lífsýnið sem fannst á líkinu til að leita að svörunum í opnum ættfræðigagnagrunnum sem fólk sendir DNA til af fúsum og frjálsum vilja. Rannsóknin leiddi í ljós að DNA úr lífsýninu var úr manni úr hópi sex bræðra. Sjónir lögreglunnar beindust strax að einum bræðranna. Hann heitir Terrence Miller og er nú 77 ára. Hann hafði áður komist í kast við lögin og var því á skrá lögreglunnar.

En lögreglan varð að ganga 100% úr skugga um að hann væri maðurinn sem hefði myrt Jody. Á þeim tímapunkti var eingöngu ljóst að einn bræðranna hefði myrt Jody en hver þeirra var ekki vitað. Eina leiðin til þess var að útvega lífsýni úr Terrence til DNA-rannsóknar.

Í ágúst á síðasta ári eltu lögreglumenn Terrence í spilavíti og komust yfir kaffibolla sem hann henti í ruslið. Rannsókn á lífsýni, sem var á bollanum, leiddi í ljós að það passaði við sæðið sem fannst á líki Jody. Kaffibollinn varð því Terrence að falli.

Terrence var handtekinn í síðustu viku og verður ákærður fyrir morð. Lögreglan segir að hann hafi ekki þekkt Jody.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás