fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sprengjutilræði í Kaupmannahöfn – Var reynt að myrða lögreglumenn?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags sprakk sprengja í Mjølnerparken á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Það var um klukkan eitt að lögreglunni var tilkynnt um hóp ungmenna sem væri að hoppa á þaki bíls. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var engan að sjá. Lögreglumennirnir gengu að bílnum til að kanna hvort hann væri skemmdur. Þeir settust síðan aftur inn í lögreglubílinn og nokkrum sekúndum síðar sprakk sprengjan sem var í bílnum sem tilkynnt hafði verið að ungmenni væru að hoppa á.

Bíllinn var lítill sendibíll sem hjón eiga en þau nota hann í starfsemi þrifafyrirtækis síns.

Eins og fram hefur komið þá voru miklar óeirðir á Norðurbrú og víðar í Kaupmannahöfn í gær og fram á nótt. Þær hófust vegna mótmæla Rasmus Paludan sem er stofnandi öfgahægriflokksins Stram Kurs. Paludan er á móti innflytjendum og berst gegn Íslamsvæðingu sem hann segir nú eiga sér stað í Danmörku.

Hann á sér ekki marga opinbera stuðningsmenn en það eru alltaf nokkrir sem mæta á mótmæli hans. Hann er mjög iðinn við að boða til mótmæla. Lögreglan verður alltaf að hafa mikinn viðbúnað þegar hann mótmælir þar sem fjöldi andstæðinga hans, aðallega ungir múslimar af innflytjendaættum, mæta til að mótmæla honum. Í síðustu viku kom fram að kostnaður lögreglunnar við gæslu á mótmælum Paludan á fyrstu þremur mánuðum ársins var 6 milljónir danskra króna en það svarar til um 108 milljóna íslenskra króna.

Paludan hafði boðað til mótmæla í Mjølnerparken í gær en í kjölfar sprengingarinnar voru þau flutt yfir á Blågårdsplads.

Lögreglan vinnur að sögn danskra fjölmiðla út frá þeirri kenningu að sprengiefni og tímastilli hafi verið komið fyrir í sendiferðabílnum. Ekki er ljóst hvort lögreglan var skotmarkið en þó hefur sá grunur læðst að mörgum þegar miðað er við atburðarásina sem var lýst hér að ofan. Þá er ekki útilokað að sprengjan hafi átt að hræða Paludan frá því að mótmæla á Norðurbrú í gær.

Lögreglumennirnir tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Framrúða lögreglubílsins brotnaði við sprenginguna.

Á vef TV2 er hægt að sjá myndir af sendibílnum en af þeim má ráða að sprengjan hefur verið mjög öflug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?