fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Talskona Trump segir stjórnmálamenn „ekki nægilega gáfaða“ til að skilja skattaskýrslur hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins og þar með Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom í gær með nýja útskýringu á af hverju forsetinn vill ekki opinbera skattaskýrslur sínar. Það er venja í Bandaríkjunum að forsetar geri skattaskýrslur sínar opinberar en Trump hefur þvertekið fyrir það. Miðað við ummælu Sanders í gær þá eru stjórnmálamenn „ekki nægilega gáfaðir“ til að skilja skattaskýrslurnar og því engin ástæða til að gera þær opinberar.

Richard Neal, þingmaður demókrata, hefur sent erindi til skattayfirvalda þar sem hann biður um að fá skattaskýrslur Trump fyrir árin 2013 til 2018 afhentar. Demókratar vilja gjarnan komast yfir skattaskýrslurnar til að sjá hvað forsetinn hefur greitt í skatt og hvort hugsanlega sé um hagsmunaárekstra að ræða hjá honum í embætti.

„Ég held að þessi hópur þingmanna sé ekki nægilega gáfaður til að fara í gegnum þær mörg þúsund blaðsíður sem ég vænti að skattaskýrslur Trump séu. Ég giska á að flestir þeirra fylli ekki út eigin skattaskýrslur og ég held að þeir geti það ekki.“

Sagði Sanders í viðtali við Fox News í gær en með þessum orðum sínum vísar hún til þingmanna demókrata. Hún sagði jafnframt að tilraunir demókrata til að fá skattaskýrslurnar væri „hættuleg leið“ en vildi ekki segja neitt um hvort Trump muni biðja skattayfirvöld um að afhenda ekki skýrslurnar. Trump er fyrsti forsetinn í 40 ár sem opinberar ekki skattaskýrslur sínar.

Demókratar hafa boðað að þeir muni leita liðsinnis dómstóla til að fá skýrslurnar afhentar ef skattayfirvöld afhenda þær ekki fyrir 23. apríl næstkomandi. Samkvæmt lögum hefur þingið heimild til að biðja um skattaskýrslur hvers sem er til að kanna skattaupplýsingar viðkomandi. Trump hefur sagt að hann vilji gjarnan opinbera skattaskýrslur sínar en geti það ekki því skattayfirvöld séu með skattamál hans til skoðunar. En skattayfirvöld hafa lýst því yfir að slík skoðun komi ekki í veg fyrir að hann megi opinbera skattaskýrslur sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar