fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

34 handteknir í ótrúlegri svikamyllu – Beinbrutu fólk og sviðsettu umferðarslys

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska lögreglan hefur handtekið 34 í tengslum við rannsókn á beinbrots svikamyllunni svokölluðu. Fólkið var handtekið í Palermo á Sikiley. Grunur leikur á að fólkið hafi tekið að sér að beinbrjóta fólk og setja umferðarslys á svið til að fá greiddar tryggingabætur. Bótunum var síðan skipt á milli „þolendanna“ og þeirra sem tóku að sér að beinbrjóta þá.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að upp hafi komist um málið eftir að einn „þátttakendanna“ lést af völdum áverka sinna eftir að hann var laminn illa. Þær barsmíðar voru liður í þessum umfangsmiklu tryggingasvikum.

Í ágúst á síðasta ári voru 11 manns handteknir vegna svipaðra mála.

Lögreglan segir að fíkniefnaneytendur og áfengissjúklingar hafi verið vinsæl fórnarlömb svikahrappanna en auk þess beindu þeir sjónum sínum og kröftum að andlega veiku fólki og öðrum á „jaðri samfélagsins“. Talið er að um 50 manns hafi verið misþyrmt af fólkinu.

Fólkið var flutt í „hryllingsherbergi“ þar sem því voru gefin lyf og fíkniefni áður en útlimir þeirra voru brotnir með steinum eða steypuklumpum.

Umferðarslys voru sett á svið á svæðum þar sem engar eftirlitsmyndavélar voru og fluttu ofbeldismennirnir hina „slösuðu“ á sjúkrahús og þóttust vera ættingjar þeirra.

Þolendurnir fengu nokkur hundruð evrur af bótunum en gerendurnir hirtu megnið af þeim en bæturnar hlupu oft á mörg þúsund evrum. Talið er að hópurinn hafi svikið rúmlega tvær milljónir evra út úr tryggingafélögum með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar