fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Dekkið sprakk og þá hófst martröðin: Hópnauðgað af sex mönnum og beitt skelfilegu ofbeldi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charise Thompson, bandarísk kona búsett í Texas, segir frá hræðilegri lífsreynslu í tilfinningaríkri Facebook færslu.

Fyrir tæpum 40 árum var Charise ásamt fjögurra ára syni sínum á leið til móður sinnar. Á leiðinni, mitt á milli borganna Freer og Laredo í Texas, sprakk dekk á bílnum og fór Charise út til að gera við dekkið. Áður en hún vissi af var hún dregin af sex mönnum í burtu frá bílnum sínum og inn í sendiferðabíl.

Charise segir frá því í Facebook-færslunni að mennirnir hafi barið hana, nauðgað henni ásamt því að pynta hana. Mennirnir notuðu meðal annars borvél til að bora í ökklana hennar og reyndu síðan að hengja hana upp eins og villibráð. Þá börðu mennirnir hana með felgulykli og óku yfir hana.

Mennirnir skildu Charise síðan eftir við veginn þar sem hún lá blóðug og marin með 14 brotin bein. Í raun beið hennar ekkert nema dauðinn.

Charise gafst þó ekki upp heldur skreið hún 4 kílómetra leið á olnbogunum til að komast aftur að bílnum sínum. Þar var sonur hennar ennþá steinsofandi eins og ekkert hefði í skorist.

Charise, sem er 61 árs, eyddi næstu 4 mánuðum á spíala þar sem hún þurfti um 14 lítra af blóði. Hún varð fyrir því óláni að fá blóð sem var smitað af lifrarbólgu C. Það leiddi til heilablóðfalla sem gerðu það að verkum að Charise eyddi 13 árum í hjólastól.

Charise segist vilja útrýma smánuninni sem þolendur kynferðisofbeldis verða oft fyrir. Hún deildi sinni upplifun í von um að hjálpa öðrum þolendum.

„Við verðum að tala um þetta og halda áfram að tala um þetta þar til það eru engin leyndarmál, engin skömm og engin kynferðisbrot á körlum, konum eða börnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar