fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Hetjan í Notre Dame: Bjargaði ómetanlegum verðmætum – Hjálpaði líka eftir hryðjuverkin 2015

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Jean-Marc Fournier, prestur slökkviliðs Parísarborgar, bjargaði bæði þyrnikrúnu Krists og altarissakramentinu í Notre Dame-dómkirkjunni í eldsvoðanum í gærkvöldi.

Óttast var að þessir ómetanlegu gripir myndu hverfa þegar dómkirkjan stóð í ljósum logum en séra Fournier kom til bjargar þegar hann fór ásamt slökkviliðsmönnunum inn í kirkjuna.

Eldurinn sem ógnaði allri kirkjunni var slökktur í nótt af slökkviliði borgarinnar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem presturinn kemur til bjargar en hann hlúði að særðum og aðstandendum þeirra í Bataclan-tónlistarhúsinu í París eftir hryðjuverkaárás ISIS í nóvember 2015. Fournier hefur þar að auki starfað sem herprestur og varð vitni að umsátri þegar 10 hermenn létust í Afganistan þegar hann starfaði þar.

Munirnir sem Fournier bjargaði eru svo sannarlega ómetanlegir. Einn þeirra, gullhúðuð þyrnikóróna er sögð geyma leyfar úr raunverulegri þyrnikórónu Jesú Krists, sem hann á að hafa borið á krossinum. Þar að auki bjargaðist altarissakrament kirkjunnar og kirtill Loðvíks helga.

Borgarstjóri Parísar þakkaði neyðarþjónustu borgarinnar á Twitter, hún lýsti henni sem óstöðvandi mennskri keðju sem bjargaði gripum úr Notre Dame.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar