fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 29 ára Katie Boumann öðlaðist mikla frægð fyrir nokkrum dögum fyrir þátttöku sína í að ná fyrstu ljósmyndinni af svartholi. Katie fékk mikið lof á samfélagsmiðlum í kjölfar myndarinnar, meðal annars frá bandarísku þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez.

Fljótlega fóru þó margir að draga verk hennar í efa á samfélagsmiðlum. Netverjar á Reddit, Twitter og Youtube vildu meina að Andrew Chael sé raunverulegi heilinn á bak við verkefnið.

Á þessum miðlum var talað um að Chael hafi skrifað 850.000 línur af kóða af þeim 900.000 sem voru skrifaðar í heildina.

Eftir þetta birti Chael sjálfur færslu á Twitter þar sem hann sagði netverjum að hætta að draga verk Katie í efa.

Chael sagði að verkefnið hefði aldrei getað tekist án samvinnu allra sem stóðu að því og sagði sjálfur að það skipti engu máli hver skrifaði hvaða kóða.

Í frétt Washington Post kemur fram að þetta sé ef til vill enn eitt dæmið þar sem reynt er að gera lítið úr þætti konu á vettvangi sem er þétt setinn af körlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar