fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Múslimskri þingkonu hótað lífláti eftir að Trump birti myndband á Twitter

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:30

Ilhan Omar. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, birti myndband á Twitter á föstudaginn hefur morðhótunum í garð þingkonunnar Ilhan Omar fjölgað mikið. Hún er múslimi og þingmaður demókrata í fulltrúadeild þingsins.

Í myndbandinu sakar Trump hana um að gera lítið úr hryðjuverkaárásunumá Bandaríkin þann 11. september 2001.

„Eftir tíst forsetans á föstudaginn hef ég fengið fleiri líflátshótanir en áður og margar þeirra vísa beint í myndband forsetans eða orð hans. Ofbeldisverkum öfgahægrimanna og hvítra þjóðernissina hefur fjölgað hér í landi og um allan heim. Við getum ekki lengur hunsað að sá sem situr í æðsta embætti þjóðarinnar hvetji þá til dáða.“

Sagði Omar í gær um málið.

Í tísti sínu birtir Trump myndband af Omar þar sem hún hélt ræðu um meðferðina á múslimum eftir árásirnar á Bandaríkin. Í myndbandinu er skipt á milli ræðu Omar og mynda af því þegar flugvélum er flogið á World Trade Center og Pentagon. Um þetta segir Trump í tísti sínu: „Við munum aldrei gleyma.“

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hún hafi aukið þá vernd sem Omar, fjölskylda hennar og starfsfólk fær.

„Orð forsetans vega mjög þungt og hatursfull orðræða hans veldur raunverulegri hættu.“

Sagði Pelosi í yfirlýsingu.

Ilhan Omar kom til Minnesota þegar hún var átta ára. Hún var þá á flótta frá heimalandi sínu, Sómalíu. Hún var önnur tveggja múslimskra kvenna sem var kjörin á þing á síðasta ári en þær voru fyrstu múslimsku konurnar til að ná kjöri þangað. Hún hefur látið hafa eftir sér að það hafi verið „óttapólitík“ Trump sem hafi hvatt hana til að bjóða sig fram til þings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar