fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Segja að loftsteinn frá Mars innihaldi steingerðar bakteríur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 18:00

Mars í fullri dýrð. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 23 árum skýrðu vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA frá því að loftsteinn, frá Mars, hafi reynst innihalda steingerðar bakteríur. Efasemdir hafa verið uppi um að þetta sé rétt og hefur því meðal annars verið haldið fram að bakteríurnar hafi borist í steininni eftir að hann lenti hér á jörðinni og að ummerkin geti verið eftir eitthvað annað en lífræna ferla.

En það verður hugsanlega til að styrkja hinar tuttugu ára gömlu niðurstöður að nú segjast ungverskir vísindamenn hafa fundið „ummerki um örverulíf“ í loftsteininum ALH-77005. Segja þeir að í honum séu ummerki á borð við áferð og lögun sem örverur hafi hugsanlega skilið eftir sig.

Ungversku vísindamennirnir notuðu háþróaða nútímatækni við rannsóknir á loftsteininum. Þeir segja að með þessari tækni hafi þeir uppgötvað örþræði eftir steingerðar örverur frá Mars. Þeir segja að ummerkin bendi hugsanlega til þess að bakteríur hafi þrifist á Mars og þær hafi lifað á að éta ryð af málmum.

Hægt er að lesa nánar um nýju rannsóknina í Open Astronomy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar