fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Pressan

Sjúkrahús saksækir prins – Hefur ekki greitt lækniskostnað lítillar stúlku eins og hann lofaði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 17:30

Hér er ekki um neinar smá upphæðir að ræða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boston Children‘s Hospital í Boston í Bandaríkjunum hefur stefnt sádi-arabíska prinsinum Abdelilah bin Abdelaziz bin Abdulrahman Al Faisal Al Saud fyrir dóm vegna vanefnda hans. Hann hafði lofað að greiða sjúkrahúskostnað sjö ára stúlku á sjúkrahúsinu en hefur ekki staðið við það loforð.

CNN skýrir frá þessu. Í stefnunni kemur fram að prinsinn skuldi sjúkrahúsinu 3,5 milljónir dollara og enn bætist við reikninginn því stúlkan fær enn meðferð á sjúkrahúsinu.

Prinsinn hefur aðeins greitt sjúkrahúsinu 750.000 dollara fyrir meðferð stúlkunnar en það gerði hann í desember 2017 þegar stúlkan hafði legið á sjúkrahúsinu í einn mánuð. Hann hefur ítrekað lofað frekari greiðslum en hefur ekki staðið við það.

Stúlkan þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem hefur áhrif á hreyfingar hennar og líkamsstjórn. Hún mun þarfnast ævilangrar meðferðar. Slík meðferð er ekki í boði í Sádi-Arabíu og bauðst prinsinn til að greiða fyrir meðferðina í Bandaríkjunum en stúlkan er ekki með sjúkratryggingu þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar