fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum í Notre Dame – Macron heitir enduruppbyggingu – Óttast að ómetanleg verðmæti hafi brunnið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 05:59

Frá brunanum í gærkvöldi. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum í Notre Dame í París en eldur gaus upp í kirkjunni í gærkvöldi. Það er ljóst að tjónið á þessari sögufrægu byggingu er mikið. Hún er ein helsta táknmynd sögu og fegurðar Parísar. Eitt helsta kennileiti kirkjunnar, einn turna hennar, brotnaði í eldinum og hrundi ofan á þakið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í gærkvöldi að kirkjan verði endurreist.

Frakkar fylgdust skelfingu lostnir með í gærkvöldi eftir að fréttir bárust af eldinum. Um tíma var óttast að kirkjan myndi brenna til grunna en á tólfta tímanum sagði Jean-Claude Gallett, slökkviliðsstjóri Parísar, að tekist hefði að bjarga „tveimur turnum Notre Dame“ og „burðarvirki“.

Kirkjan er eitt þekktasta kennileiti Frakklands og Evrópu. Milljónir ferðamanna hafa heimsótt kirkjuna árlega og því óhætt að segja að margir þekki til Notre Dame.

Eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan 19. Í upphafi leit málið ekki vel út og var jafnvel talið að kirkjan myndi brenna til grunna. En eftir mikla baráttu slökkviliðsmanna tókst þeim að ná tökum á eldinum. Rúmlega 400 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í gærkvöldi. En þrátt fyrir að slökkviliðið hafi náð stjórn á eldinum er reiknað með að hann geti logað í nokkra daga til viðbótar.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi og sagði alvarlegur í bragði að það versta væri yfirstaðið þrátt fyrir að baráttan væri ekki alveg unnin. Hann lofaði jafnframt að kirkjan verði endurreist og hrósaði slökkviliðsmönnum fyrir vel unnin störf. Hann sagði jafnframt að hann myndi hrinda söfnun af stað til að standa straum af kostnaðinum við endurreisnina.

Milljarðamæringurinn Francois-Henri Pinault, stjórnarformaður fyrirtækja á borð við Gucci og Yves Saint Laurent, hét strax að láta 100 milljónir evra af hendi rakna í söfnunina.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá vinnu í tengslum við endurbætur á turni kirkjunnar og blýþaki hennar. France Info skýrir frá þessu en yfirvöld hafa ekki staðfest þetta en segja ljóst að ekki hafi verið kveikt í kirkjunni.

Ekki er enn ljóst hversu margir af hinum ómetanlegu munum, sem voru í kirkjunni, urðu eldinum að bráð. Viðbragðshópur reyndi að bjarga þeim út og segja franskir fjölmiðlar að tekist hafi að bjarga þyrnikórónu Jesú úr eldhafinu. Hún er sögð hafa verið á höfði frelsarans þegar hann var krossfestur. Kórónan er einn mikilvægasti hluturinn sem tengist kristinni trú.

Notre Dame á sér langa sögu en bygging hennar hófst 1163 en það var Alexander III páfi sem lagði hornsteininn að henni. Byggingu kirkjunnar lauk 1345. Í byltingunni 1789 fór múgur ránshendi um kirkjuna og eyðilagði styttur í henni. Napóleon var krýndur til keisara í henni 1804 og ævintýri Victor Hugo um Hringjarann frá Notre Dame gerðist að sjálfsögðu í þessari miklu og fallegu byggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei