fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Efasemdir um eitt dýrasta málverk heims? Er það kannski ekki eftir da Vinci?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaði Leonardo da Vinci málverkið af Salvator Mundi, dýrasta málverki heims, eða kannski ekki? Þessu velta ýmsir fyrir sér þessa dagana. Í umfjöllun The Times um málið kemur fram að fram hafi komið staðhæfingar um að National Gallery í Lundúnum hafi meðvitað látið vera að taka mark á mati fjögurra sérfræðinga um hvort verkið sé eftir da Vinci.

Verðmæti málverksins jókst mikið 2011 þegar það var sýnt hjá National Gallery og í sýningarskrá kom fram að það væri verk sem da Vinci hefði gert án aðstoðarmanna.

Í nýrri bók, eftir Ben Lewis, er því nú haldið fram að að National Gallery hafi meðvitað ekki nefnt í sýningarskránni að fjórir listaverkasérfræðingar hafi verið fengnir til að skoða verkið og leggja mat á uppruna þess. Lewis hefur rætt við sérfræðingana. Tveir þeirra segjast telja að da Vinci hafi ekki málað verkið en tveir vildu ekki tjá sig um það. En þetta var ekki nefnt í sýningarskránni og segir The Times að það hafi skipt miklu varðandi verð málverksins.

2005 var það metið á 1.1 milljón dollara en 2017 var það selt á 450 milljónir dollara.

Málverkið er 66 sm á hæð og talið er að da Vinci hafi málað það um 1500. Um er olíumálverk er að ræða og sýnir það Jesú með hægri hönd á lofti, eins og hann sé að blessa eitthvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar