fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fær ekki að fara heim vegna hnefaleika

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadef Khadem, sem varð á laugardaginn fyrsta íranska konan til að taka þátt í skráðum hnefaleika-bardaga, hefur frestað heimkomu sinni til Tehran, höfuðborgar Íran. Ástæðan er sú að handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur henni.

Íranska hnefaleikasambandið gaf það út á mánudaginn að það tæki ekki þátt í að skipuleggja bardaga fyrir konur og bæri því enga ábyrgð á bardaga Khadem. Sambandið bætti svo við að íranskar konur ættu að klæðast slæðu öllum stundum, innan sem utan landsteinanna.

Reuters fjallar um þetta.

Þar að auki hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur Mahyar Monshipour, fyrrverandi heimsmeistara í hnefaleikum, en hann skipulagði bardagann sem fór fram í Frakklandi. En hann ætlaði sér að ferðast aftur til Íran með KhademMonshipour sem er fæddur og uppalinn í Íran er orðinn franskur ríkisborgari.

Bardagi helgarinnar endaði með sigri Khadem á hinni frönsku Anne Chauvin, en bardaginn er skráður sem áhugamannabardagi.

Útlendingastofnun Frakklands hefur ekki tjáð sig um málið. En samband Frakklands og Írans er orðið ansi stirt eftir að sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum tjáði sig um kjarnorkuáætlun Írans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar